Já flytur starfsemi frá Egilsstöðum til Reykjanesbæjar

Fyrirtækið Já, sem annast rekstur símanúmersins 118, vefsvæðisins Símaskrá.is og útgáfu Símaskrárinnar, hefur ákveðið að loka þjónustustöð sinni á Egilsstöðum frá og með næsta hausti og flytja starfsemina til Reykjanesbæjar. Ráðstöfunin var kynnt á fundi með starfsmönnum eystra í dag, en fimm manns starfa að jafnaði hjá Já á Egilsstöðum auk sumarafleysingafólks.

Í tilkynningu segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, að lokunin sé í samræmi við þá stefnu að efla starfsemina í kringum kjarnamiðstöðvar félagsins í Reykjavík og á Akureyri. Reynslan hafi sýnt að á þessum stöðum gangi uppbygging þjónustustöðva Já betur, auk þess sem auðveldara sé að fá fólk til starfa og sinna þjálfun þess. Hún segir mikla eftirspurn eftir starfskrafti á Austurlandi og erfitt hafi reynst að ráða fólk til þjónustustöðvarinnar á Egilsstöðum.

Lokun starfsstöðvarinnar á Egilsstöðum mun ekki hafa áhrif á þjónustu eða þjónustuframboð Já.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert