Að mati Ríkisendurskoðunar mæla engin sérstök rök með því að fela fremur einkaaðilum gerð og rekstur Sundabrautar en ríkinu, þar sem lítil óvissa er um verkið sjálft og kostnað við það miðað við þá kosti sem í því felst.
Þetta kemur fram í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar um kosti þess og galla að láta einkaaðila en ekki ríkið sjá um gerð og rekstur samgöngumannvirkja.
Í greinargerðinni er m.a. rifjað upp hvernig staðið var að undirbúningi og gerð Hvalfjarðarganga og sú reynsla sem þar fékkst notuð til að meta væntanleg áform um gerð Sundabrautar. Stofnunin segir raunar, að framkvæmdir við Hvalfjarðargöng verði ekki skilgreindar sem hrein einkaframkvæmd í venjulegum skilningi þess orðs, enda hafi opinberir aðilar staðið að baki hlutafélaginu Speli. Stofnunin segist ekki heldur telja, að eiginleg einkaframkvæmd hefði skilað betri árangri.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar í heild