Vilhjálmur kjörinn borgarstjóri og Hanna Birna kjörin forseti borgarstjórnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri á fyrsta fundi borgarstjórnar …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri á fyrsta fundi borgarstjórnar á kjörtímabilinu.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, var kjör­in for­seti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­fund­ar sem nú stend­ur yfir en það er fyrsti fund­ur á nýju kjör­tíma­bili. Hanna Birna fékk 8 at­kvæði en sjö at­kvæðaseðlar voru auðir. Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks, var kjör­inn borg­ar­stjóri án at­kvæðagreiðslu.

Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks var kjör­inn 1. vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar með 8 at­kvæðum en sjö seðlar voru auðir. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks, var kjör­inn 2. vara­for­seti með 8 at­kvæðum, auðir seðlar voru sex og Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son fékk 1 at­kvæði.

Vil­hjálm­ur sagði á fund­in­um, að hann myndi leggja áherslu á að eiga gott sam­starf við alla borg­ar­full­trúa og borg­ar­starfs­menn. „Ég ætla mér að verða borg­ar­stjóri allra Reyk­vík­inga og þjóna borg­ar­bú­um á skil­virk­an hátt með kurt­eisi og til­lits­semi að leiðarljósi," sagði Vil­hjálm­ur.

Hann sagðist ætla að heim­sækja fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, halda fundi og sinna beiðnum um viðtöl eins og tími hans fram­ast leyf­ir. Hann sagðist hafa sem borg­ar­full­trúi lagt mikla áherslu á að sinna er­ind­um ein­stak­linga og því ætlaði hann að halda áfram og leiðbeina og aðstoða ein­stak­linga við að koma er­ind­um sín­um gegn­um það mikla völ­und­ar­hús sem stjórn­kerfi borg­ar­kerfið væri.

Þá þakkaði Vil­hjálm­ur Sein­unni Val­dísi Óskars­dótt­ur, frá­far­andi borg­ar­stjóra fyr­ir hönd borg­ar­búa fyr­ir vel unn­in störf í þágu borg­ar­inn­ar. Sagði Vil­hjálm­ur að þau Stein­unn Val­dís hefðu unnið lengi sam­an og þótt þau hefðu ekki alltaf verið sam­mála hafi sam­starfið við hana verið á heiðarleg­um grunni byggt.

Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­full­trúi F-lista, lét bóka á fund­in­um, að stjórn­ar­andstaðan í borg­ar­stjórn, sem í raun hefði meiri­hluta kjós­enda á bak við sig, hljóti að veita ný­kjörn­um borg­ar­stjóra öfl­ugt aðhald.

Í borg­ar­ráð voru kjör­in Björn Ingi Hrafns­son frá Fram­sókn­ar­flokki, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, Gísli Marteinn Bald­urs­son og Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks, Dag­ur B. Eggerts­son og Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Árni Þór Sig­urðsson, borg­ar­full­trúi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs. Vara­menn voru kjör­in Óskar Bergs­son, Fram­sókn­ar­flokki, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir, Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, Sjálf­stæðis­flokki, Stefán Jón Haf­stein og Björk Vil­hjálms­dótt­ir, Sam­fylk­ingu og Svandís Svavars­dótt­ir, VG.

Óskar Bergs­son var kjör­inn formaður fram­kvæmdaráðs og Björn Ingi Hrafns­son var kjör­inn formaður íþrótta- og tóm­stundaráðs. Kjart­an Magnús­son var kjör­inn formaður menn­ing­ar- og ferðamálaráðs, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son var kjör­inn formaður menntaráðs, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir var kjör­in formaður skipu­lags­ráðs, Gísli Marteinn Bald­urs­son var kjör­inn formaður um­hverf­is­ráðs, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir var kjör­in formaður vel­ferðarráðs.

Dag­ur B. Eggerts­son, Sam­fylk­ingu, sagði um at­kvæðagreiðsluna, að þegar lokið hefði verið við að kjósa í átta helstu ráð borg­ar­stjórn­ar gæti hann ekki orða bund­ist yfir því að þótt jafn­rétt­is­nefnd Reykja­vík­ur hefði sent til­mæli til flokk­anna, sem buðu fram til borg­ar­stjórn­ar, þá væri niðurstaðan sú, að af hálfu meiri­hlut­ans væru tvær nefnd­ir aðeins skipaðar körl­um, í fjór­um nefnd­um væri aðeins ein kona frá meiri­hlut­an­um og í tveim­ur væru fjór­um kon­um teflt fram. Þá gegndu aðeins tvær kon­ur for­mennsku í þess­um átta nefnd­um.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.
Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir var kjör­in for­seti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert