Nýr meirihluti í menntaráði Reykjavíkur samþykkti á fundi ráðsins í dag að fella úr gildi ákvæði um aldurshámark nemenda við úthlutun fjármagns til tónlistarnáms.
Í reglum um þjónustusamning Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla frá því í maí 2005 miðuðust framlög til nemenda við að þeir væru á aldrinum 4-25 ára. Greitt hefur verið með söngnemendum til 27 ára aldurs, að því er fram kemur í tilkynningu.