Sjúkraflugvélin í Vestmannaeyjum í áætlunarflugi þegar hennar var þörf

Sjúklingur frá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja beið í sjúkrabíl á flugvellinum í Vestamannaeyjum eftir sjúkraflugvél sem flytja átti hann til Reykjavíkur á Landspítala-háskólasjúkrahús í gær. Þegar þess var óskað að sjúkraflugvél Landsflugs yrði gerð klár kom í ljós að vélin var stödd í Reykjavík í áætlunarflugi.

Beðið var um að hún færi í loftið 18.40, klukkutíma eftir að haft var samband vegna flugsins. Vélin lenti hins vegar 18.55 og var þá full af farþegum og átti eftir að undirbúa hana fyrir sjúkraflug. Það tók rúman hálftíma en útkallið var annars stigs sem þýðir að Landsflug fær sex klukkutíma til að gera vélina klára.

Starfsmennirnir voru því undir tímamörkum en samkvæmt samningi á vélin að vera staðsett í Eyjum og var sá hluti samningsins brotinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert