Að minnsta kosti átta börn á Ísafirði, ættuð frá Póllandi, fá ekki leyfi til að ganga í grunnskóla vegna þess að þau hafa ekki enn fengið kennitölu. Löng og mikil bið er eftir kennitölum, en án kennitölu er ekki hægt að skrá sig í sveitarfélag og þar af leiðandi geta skólayfirvöld ekki hleypt börnunum í skólann án þess að brjóta landslög, að því er segir í frétt á vefnum Bæjarins besta.