Urban í dag. Þar eru nokkrir starfsmenn danskra ferðaskrifstofa spurðir hvert þeir myndu fara ef þeir fengju 6000 danskar krónur, jafnvirði 72.000 króna, til ferðarinnar.">

Til Íslands fyrir 6000 danskar krónur

„Með 6000 krónur myndi ég kæla mig niður. Ég færi til Reykjavíkur í nóvember á vit ævintýranna í landi guðanna," segir Sophie Hulgard, starfsmaður danskrar ferðaskrifstofu, við fríblaðið Urban í dag. Þar eru nokkrir starfsmenn danskra ferðaskrifstofa spurðir hvert þeir myndu fara ef þeir fengju 6000 danskar krónur, jafnvirði 72.000 króna, til ferðarinnar.

„Ég flýg með Icelandair á laugardegi (flugið tekur bara þrjá tíma) og bóka mig inn á Nordica Hótel & Spa í miðborginni. Á sunnudeginum fer ég í ferðalag og skoða Bláa lónið, heitu lindirnar við Geysi, Gullfoss og annað það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Á mánudag fer ég í hringferð með rútu um Reykjavík og skrepp aðeins í búðir. Og svo verð ég líka að prófa ekta íslenskan smáhest. Ég rifja upp daginn á meðan ég borða kvöldverð á veitingastaðnum Vox sem er á hótelinu og einn sá besti á Íslandi. Á þriðjudag læt ég dekra við mig í heilsulindinni á hótelinu áður en ég flýg heim. Ég fæ auðveldlega flug, hótel og ferðir fyrir ferðapeningana," segir Hulgard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert