Erla Ósk kjörin formaður Heimdallar

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Erla Ósk Ásgeirsdóttir var í gærkvöldi kjörin formaður Heimdallar á langfjölmennasta aðalfundi í 80 ára sögu félagsins með 772 atkvæðum.

Mótframbjóðandi hennar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, hlaut 692 atkvæði.

Alls greiddu 1.550 félagsmenn atkvæði, auðir seðlar voru 13 og ógildir 73.

„Þetta kom mér mjög á óvart, enda vissi maður að þetta stæði tæpt,“ sagði Erla og tók fram að hún væri afar ánægð með það hversu málefnaleg og drengileg kosningabaráttan hefði verið.

Spurð um helstu verkefni framundan sagði Erla mikilvægt að breikka málefnavídd félagsins og nefndi í því samhengi umhverfismál og málefni nýrra Íslendinga. Sagði hún mikilvægt að í aðdraganda næstu Alþingiskosninga að félagið veitti frambjóðendum flokksins öflugt aðhald, enda væri það hlutverk Heimdallar að vera samviska Sjálfstæðisflokksins.

I stjórn Heimdallar voru kosin auk Erlu: Árni Helgason, Diljá Mist Einarsdóttir, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Ingunn Guðbrandsdóttir, Jóhanna Margrét Gísladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Jón Felix Sigurðsson, Kári Finnsson og Rúnar Ingi Einarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka