Allt að 15.000 mótmæltu framkvæmdum við Kárahnjúka

Frá göngunni í Reykjavík. Ómar Ragnarson sést fyrir miðið.
Frá göngunni í Reykjavík. Ómar Ragnarson sést fyrir miðið. mbl.is/Golli

Lögreglan í Reykjavík segir mikinn fjölda manns hafa verið í mótmælagöngu í kvöld vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka, líklega 7-8.000 manns, en skipuleggjendur telja þó mun fleiri hafa verið, allt að 15.000 manns. Á annað hundrað manns kom saman á Ráðhústorginu á Akureyri og um hundrað á Egilsstöðum. Göngur fóru friðsamlega fram og voru svar við ákalli Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns til þjóðarinnar.

Frá göngunni á Akureyri.
Frá göngunni á Akureyri. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert