Bifreið rann af stað með tvö börn

Bifreið með tveimur börnum innanborðs rann af stað eftir að annað barnið tók bifreiðina úr gír. Hlupu börnin út úr bifreiðinni og reyndu að stöðva hana með því að ýta framan á bifreiðina og klemmdist annað barnið á milli er bifreiðin hafnaði aftan á mannlausri bifreið, barnið var flutt á slysadeild.

Þá hringdi ungur ökumaður í lögreglu í dag og kvaðst hafa orðið valdur að umferðaróhappi í Hvalfjarðargöngunum í nótt, hafði ökumaðurinn sofnað undir stýri og misst stjórn á bílnum, engin slys urðu á fólki. Brá ökumanninum svo að hann ók rakleiðis heim, en sá hann að sér í morgun og hafði samband við lögreglu.

Þá var ökumaður stöðvaður í morgun vegna einkennilegs aksturlags, hann er grunaður um akstur undir áhrifum kanabisefna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert