Björn Thoroddsen hélt ásamt hljómsveit sinni Cold Front tvenna tónleika í Lincoln Center í New York á mánudagskvöldinu. Cold Front er skipað, auk Björns, Bandaríkjamanninum Steve Kirby og Kanadamanninum Dr.Richard Gillis. Húsfyllir var á báðum tónleikunum og fengu Björn og félagar geysigóðar viðtökur.
Roland Chassange, listrænn stjórnandi Lincoln Center kom að máli við Björn að loknum seinni tónleikunum og ræddi við Björn um möguleika á að koma aftur í Lincoln Center.
Það er hverjum tónlistarmanni mikil upphefð að leika í Lincoln Center, sem er Mekka jazztónlistar í New York, en aðeins þeim allra bestu í faginu gefst kostur á að leika þar. Björn er fyrstur íslenskra jazztónlistarmanna sem boðið er að leika í Lincoln Center. Íslenska útflutningsfyrirtækið Iceland Naturally, styrkti Björn og félaga til fararinnar og aðstoði þá eftir föngum á meðan á dvöl þeirra í New York stóð.