Jens Sigurðsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingar

Jens Sigurðsson
Jens Sigurðsson mbl.is

Jens Sigurðsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember.

Jens er 28 ára stjórnmálafræðingur frá George Washington háskóla í Washington DC en stundaði einnig nám í Norður Karólínu háskóla í Wilmington. Jens hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum undanfarin ár fyrir Unga jafnaðarmenn og Samfylkinguna.

Um tveggja ára skeið var Jens framkvæmdastjóri Framtíðarhóps Samfylkingarinnar sem og framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna á landsvísu. Hann hefur verið formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi síðan haustið 2004. Hann sat í kosningastjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi í vor og er fulltrúi Samfylkingarinnar í Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogsbæjar. Jens er kvæntur Jónu Björk Gísladóttur og saman eiga þau einn son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert