Afbrotum fækkar á Álftanesi, Garðabæ og Hafnarfirði

Af­brot­um eins og inn­brot­um og þjófnuðum hef­ur fækkað á Álfta­nesi, Garðabæ og Hafnar­f­irði frá ár­inu 2000. Inn­brot­um hef­ur þó fjölgað í ár miðað við árið í fyrra en það er sagt skýr­ast af því fjölg­un inn­brota í ág­úst­mánuði síðastliðnum, þá voru 30 inn­brot fram­in í um­dæm­inu en 16 árið á und­an. Fíkni­efna­brot­um hef­ur hins veg­ar fjölgað til muna, úr 62 árið 2000 í 192 það sem af er þessa árs en lík­ams­árás­um hef­ur fækkað mikið sein­ustu tvö ár.

Ef litið er til inn­brot, þjófnaða, eigna­spjalla og lík­ams­árása þá hef­ur orðið fækk­un á þeim um 28% frá ár­inu 2000 ef mið er tekið af fjölg­un íbúa á tíma­bil­inu. Skoða má bet­ur skýrslu lög­regl­unn­ar sem fylg­ir frétt­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert