Afbrotum fækkar á Álftanesi, Garðabæ og Hafnarfirði

Afbrotum eins og innbrotum og þjófnuðum hefur fækkað á Álftanesi, Garðabæ og Hafnarfirði frá árinu 2000. Innbrotum hefur þó fjölgað í ár miðað við árið í fyrra en það er sagt skýrast af því fjölgun innbrota í ágústmánuði síðastliðnum, þá voru 30 innbrot framin í umdæminu en 16 árið á undan. Fíkniefnabrotum hefur hins vegar fjölgað til muna, úr 62 árið 2000 í 192 það sem af er þessa árs en líkamsárásum hefur fækkað mikið seinustu tvö ár.

Ef litið er til innbrot, þjófnaða, eignaspjalla og líkamsárása þá hefur orðið fækkun á þeim um 28% frá árinu 2000 ef mið er tekið af fjölgun íbúa á tímabilinu. Skoða má betur skýrslu lögreglunnar sem fylgir fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert