Kona lögð inn á sjúkrahús eftir að ekið var á hana á Miklubraut

Önnur tveggja kvenna sem keyrt var á við Miklubraut í morgun var lögð inn á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hún marðist nokkuð mikið og tognaði og verður til eftirlits um óákveðinn tíma. Konan var á leið yfir gangbraut við Miklatún þegar keyrt var á hana. Hin konan meiddist lítillega og fékk að fara heim eftir skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert