SPRON hlaut Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2006

Spron.
Spron.

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs var afhent 15. sinni á Grand Hóteli í dag og var það Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, sem hlaut hana í ár. Fanný Gunnarsdóttir, formaður Janfréttisráðs, segir sparisjóðinn hafa orðið fyrir valinu þar sem þar hafi verið virk jafnréttisáætlun frá árinu 1979. Þar sé starfandi jafnréttisnefnd sem sjái um að framfylgja áætluninni og hlutfall kvenstjórnenda 21 kona af 40 stjórnendum. Árlega séu tekin starfsmannaviðtöl í fyrirtækinu í tengslum við launajafnrétti og formaður starfsmannafélags hafi leyfi til að kanna launadreifingu, hafi hann rökstuddan grun um að þar sé pottur brotinn.

Tilgangurinn með viðurkenningunni er að veita þeim, sem þykja hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála, viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og um leið hvetja þá sem og aðra til frekari dáða á því sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert