Græn kona í stað karls

mbl.is/Ásdís

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd, mun í dag leggja til á fundi mannréttindanefndar að sett verði upp gönguljós á fimm áberandi stöðum í Reykjavík þar sem gangbrautarljósið sýni konu en ekki karl eins og venja er.

Lagt er til að þessi ljós verði staðsett á horni Lækjargötu og Bankastrætis, á Hringbraut við gatnamót Bræðraborgarstígs, á horni Snorrabrautar og Laugavegs, í Æsufelli við Fellaskóla og við Spöngina. Jafnframt er þess farið á leit við Framkvæmdaráð að það kanni möguleika á því að setja upp slík ljós á fleiri stöðum t.d. við endurnýjun eldri gangbrautarljósa og við uppsetningu nýrra, að því er segir í tillögu Bryndísar Ísfoldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert