Handalögmál í flugstöðinni í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Í vik­unni sem leið var lög­reglu til­kynnt um tvo ölvaða menn sem voru með ólæti í flug­stöðinni í Vest­manna­eyj­um, en þeim hafði verið meinað að fara með flug­vél Flug­fé­lags Íslands til Reykja­vík­ur sök­um ástands þeirra. Eitt­hvað urðu þeir víst ósátt­ir við þetta og endaði það með handa­lög­mál­um á milli starfs­manna Flug­fé­lags Íslands og þess­ara tveggja manna. Þurfti lög­regl­an að skakka leik­inn og fjar­lægja menn­ina.

Að kvöldi 28. októ­ber var lög­reglu til­kynnt um að vega­vís­ir á gatna­mót­um Vest­manna­braut­ar og Báru­stíg­ar hafi verið skemmd­ur. Þar sem ekki ligg­ur fyr­ir hver þarna var að verki ósk­ar lög­regl­an eft­ir upp­lýs­ing­um frá þeim sem geta bent á þann sem olli þess­um skemmd­um.

Einn fékk að gista fanga­geymslu lög­reglu­stöðvar­inn­ar eft­ir skemmt­ana­hald helgar­inn­ar, en hann hafði verið til óþurft­ar í Höll­inni.

Þá var einn tek­inn fyr­ir of hraðan akst­ur í vik­unni en hann mæld­ist á 72 km/​klst. á Ham­ars­vegi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert