Stefnt að því að opna skíðasvæðið í Oddskarði á morgun

Oddskarð í gærkvöldi.
Oddskarð í gærkvöldi. mynd/Pétur Sörensson

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Oddsskarði á morgun að því er segir í tilkynningu frá Fjarðabyggð. Þar segir að stóra lyftan verði opin frá 11 til 15 ef veður og aðstæður leyfa. Þá verður ókeypis í lyftuna á morgun í tilefni af því að skíðasvæðið hefur aldrei fyrr opnað jafn snemma vetrar.

Nú í haust voru kláraðar umfangsmiklar jarðvegsframkvæmdir við stóru lyftuna sem bættu aðstæður til skíðaiðkunar í litlum snjó til mikilla muna. Nánari upplýsingar um opnun skíðasvæðisins í Oddsskarði er hægt að fá í síma 878 1474 frá kl.10 í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert