Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um kærða einstaklinga í hegningarlagabrotum í Reykjavík árin 2002-2005 eru engar vísbendingar um fjölgun brota þar sem erlendir ríkisborgarar eiga hlut að máli. Það sem af er þessu ári, 2006, hafa ekki orðið breytingar hvað þetta varðar. Þ.e. þar sem erlendir ríkisborgarar eru kærðir fyrir hegningarlagabrot, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík.