Njörður P. Njarðvík fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti í dag Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru 1 milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi.

Fær Njörður verðlaunin m.a. fyrir að hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu, og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar.

Menntamálaráðherra veitti einnig tvær viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. Önnur viðurkenningin var veitt orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands, sem hefur gefið út Tölvuorðasafn frá árinu 1983. Hina viðurkenninguna fékk áhugaleikhópurinn Hugleikur fyrir að hafa um árabil verið vettvangur nýsköpunar, spéspegla og skapandi útúrsnúninga gagnvart íslensku máli og klassískum bókmenntum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert