Snjómagnið kom mönnum á óvart

Færð var afar erfið á götum Reykjavíkur í gær.
Færð var afar erfið á götum Reykjavíkur í gær. mbl.is/Kristinn

„Við viss­um að það væri spáð snjó­komu, en það datt eng­um í hug að það yrði allt ófært í Reykja­vík. Enda bauð veður­spá­in ekki upp á það," seg­ir Guðni Hann­es­son, yf­ir­verk­stjóri sem hef­ur yf­ir­um­sjón með snjó­hreins­un og salt­dreif­ingu á göt­um Reykja­vík­ur.

Aðspurður seg­ir hann að alla daga vik­unn­ar nema sunnu­daga sé menn komn­ir af stað kl. þrjú á nótt­unni við að ryðja göt­ur og bera á þær salt. Á sunnu­dög­um sé hins veg­ar fyrst farið af stað kl. sex. Seg­ir hann menn hafa verið kallaða út klukku­tíma fyrr en venju­lega í gær­morg­un þegar ljóst var í hvað stefndi og þá verið send­ir af stað tíu bíl­ar auk þess sem kallaðar hafi verið til 12-15 auka­vinnu­vél­ar. Strax í morg­uns­árið hafi hins veg­ar nokk­ur fjöldi bíla þegar verið bú­inn að festa sig og því hafi hreins­un gatna gengið hægt.

Aðspurður hvort ekki sé ástæða til þess að fylgj­ast bet­ur með færðinni seg­ir Guðni býsna óvenju­legt ástand hafa mynd­ast nú um helg­ina og að snjó­magnið hafi komið mönn­um á óvart. „Við telj­um okk­ur vera með góða vakt á þessu, en það er aldrei hægt að fyr­ir­byggja allt. Það er alltaf gat. Við get­um ekki vaktað þetta all­an sól­ar­hring­inn, enda höf­um við ekki mann­skap í það."

Aðspurður sagði Guðni að unnið yrði lengi fram­eft­ir í gær­kvöldi til að tryggja að all­ar stofn­braut­ir og stærri göt­ur yrðu rudd­ar nú í morg­un, en hins veg­ar gætu minni göt­ur þurft að bíða fram eft­ir degi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert