Ráðherra kynnti sjálfvirkan búnað sem sendir neyðarkall úr bílum

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, á umferðarþingi í dag.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, á umferðarþingi í dag.

Sturla Böðvars­son, sam­gönguráðherra, kynnti á um­ferðarþingi í dag verk­efni sem verið er að vinna að hjá Evr­ópu­sam­band­inu og nefn­ist eCall. Verk­efnið felst í því að sér­stak­ur búnaður er sett­ur í bíla sem virk­ar þannig að ef bíl­inn lend­ir í árekstri fer búnaður­inn sjálf­krafa í gang, hef­ur sam­band við neyðarlínu og send­ir sta­f­ræn­ar upp­lýs­ing­ar um staðsetn­ingu bíls­ins í tölvu neyðarsvarþjón­ustu. Þá get­ur ökumaður einnig stutt á hnapp­inn í neyð.

Hægt verður að hafa sam­band bæði í GSM tal­sam­band og gagna­sam­band. Mark­miðið er að neyðarþjón­usta líkt og 112 geti hvarvetna í Evr­ópu tekið við skila­boðum frá eCell.

Rann­sókn­ir sýna að með þessu er hægt að stytta viðbragðstíma neyðarþjón­ustu í þétt­býli um 50% að meðaltali og 40% í dreif­býli. Styttri viðbragðstími leiðir til þess að hægt verður að bjarga fleiri manns­líf­um og draga úr al­var­leg­um af­leiðing­um slysa. Auk þessa má nefna að um­ferðataf­ir vegna slysa verða með þess­um búnaði styttri og með því minnka lík­ur á af­leidd­um árekstr­um. Kostnaður og ábata­grein­ing­ar fyr­ir eCall verk­efnið gefa til kynna að það sé mjög arðbært.

Ráðherra gat þess að með þessu verk­efni skap­ast einnig viðskipta­tæki­færi fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki sem hafa fram­leitt svipaðan búnað, svo sem SAGA öku­rit­ann, en þeir byggja m.a. á fjar­skipt­um í gegn­um GSM fjar­skipta­kerfi. Ráðherra ger­ir ráð fyr­ir að und­ir­rita yf­ir­lýs­ingu vegna eCall verk­efn­is­ins fyr­ir ára­mót og mun það koma til fram­kvæmda hér á landi árið 2009. Gert er ráð fyr­ir að búnaður­inn verði í öll­um nýj­um bíl­um sem koma á markað í Evr­ópu frá og með ár­inu 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert