Í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga örninn Sigurörn í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki, eins og til stóð að gera í dag. Að sögn yfirdýralæknis er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni. Ekki er ljóst hvort eða þá hvenær erninum verður sleppt.
Í fréttatilkynningu segir að öllum spurningum um þetta mál skuli beint til landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssonar, yfirdýralæknis Halldórs Runólfssonar eða forstjóra landbúnaðar-stofnunar Jóns Gíslasonar.