Sigurerni ekki sleppt í dag

Sigurörn fær ekki frelsið í dag, og óvíst er hvort …
Sigurörn fær ekki frelsið í dag, og óvíst er hvort eða hvenær það verður

Í morg­un þegar menn voru í þann mund að fanga örn­inn Sigurörn í Hús­dýrag­arðinum komu fyr­ir­mæli frá yf­ir­dýra­lækni um að sleppa fugl­in­um ekki, eins og til stóð að gera í dag. Að sögn yf­ir­dýra­lækn­is er beðið eft­ir niður­stöðum sýna sem tek­in voru fyrr í vik­unni. Ekki er ljóst hvort eða þá hvenær ern­in­um verður sleppt.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að öll­um spurn­ing­um um þetta mál skuli beint til land­búnaðarráðherra Guðna Ágústs­son­ar, yf­ir­dýra­lækn­is Hall­dórs Run­ólfs­son­ar eða for­stjóra land­búnaðar-stofn­un­ar Jóns Gísla­son­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert