Jólalest Coca-Cola ekur um hverfi borgarinnar

Trukkarnir eru vel upplýstir og útbúnir öflugu hljóðkerfi, og þeir …
Trukkarnir eru vel upplýstir og útbúnir öflugu hljóðkerfi, og þeir ættu því ekki að fara fram hjá neinum. mbl.is/Golli

Jólalest Coca-Cola lagði af stað í sína árlegu ökuferð um höfuðborgarsvæðið í dag, laugardag. Í Jólalestinni í ár verða fimm Coca-Cola trukkar auk lögreglufylgdar og stækkar lestin því um einn trukk frá því í fyrra.

Lagt var af stað klukkan 15:30 frá Vífilfelli á Stuðlahálsi. Áætlaður ferðatími er um fjórar klukkustundir og verður akstursleið lestarinnar um 90 kílómetrar.

Lestin mun aka um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með viðkomu kl. 18 í Smáralind þar sem jólatónleikar Coca-Cola fara fram.

Þetta er ellefta árið í röð sem Vífilfell stendur fyrir þessari uppákomu þar sem að rauðir vörubílar fyrirtækisins eru skreyttir hátt og lágt með jólaseríum og eru bílstjórarnir í jólasveinabúningum til þess að koma fólki í rétta andann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert