Hætta á skemmdum vegna vatnsleka í Náttúrugripasafni Íslands

Geirfuglinn í Náttúrugripasafni Íslands
Geirfuglinn í Náttúrugripasafni Íslands

Mikil hætta skapaðist á skemmdum á sýningargripum í Náttúrugripasafni Íslands við Hlemm, þegar volgt vatn lak, með tilheyrandi raka og hita, um sýningarsali safnsins í dag. Slökkvilið var kallað út laust eftir klukkan tólf á hádegi vegna vatnsleka í sýningarsal á fjórðu hæð, en í ljós kom þegar á staðinn var komið að hitaelement í kyndiklefa við hlið salsins hafði gefið sig.

Vatn var einnig byrjað að leka niður á sýningarsal á þriðju hæð þegar að var komið, vatni var dælt út með vatnssugu og lekinn stöðvaður og voru slökkviliðsmenn að sögn að störfum í tæpan klukkutíma. Ekki er talið að teljandi skemmdir hafi orðið vegna lekans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert