Nauðsynlegt að draga Wilson Muuga ofar í fjöruna

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað
Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað Þorvaldur Örn Kristmundsson
Egill Ólafsson egol@mbl.is

Hringrás sá um niðurrif Víkartinds sem fórst á Háfsfjöru fyrir tæplega 10 árum. Fyrirtækið hefur því reynslu af því að fjarlægja stór skip við erfiðar aðstæður. Einar segir að það sé nánast útilokað að rífa Wilson Muuga á þeim stað þar sem skipið er á núna. Það þurfi því að draga það lengra upp í fjöruna. Tíminn vinni ekki með björgunarmönnum hvað þetta varði því hætt sé við að skipið liðist í sundur í öldurótinu. Menn þurfi að nota stórstraumsfjöru til að draga skipið ofar í fjöruna.

Einar var spurður hvort það væri örugglega hægt að draga svona stórt skip lengra upp í fjöruna. "Menn geta a.m.k. ekki svarað þeirri spurningu nema reyna það."

Dæla olíublönduðum sjó úr lestunum

Hávar segir að beinum afskiptum Umhverfisstofnunar á strandstað ljúki þegar búið sé að fjarlægja alla olíu úr skipinu. Þá taki við næsta verkefni, að fjarlægja skipsflakið, en það sé á ábyrgð eiganda að gera það. Samkvæmt reglum hafi hann sex mánuði til að ljúka þeirri vinnu. Eigandinn þurfi hins vegar að leggja fram áætlun um hvernig hann ætli að vinna þetta verk og stjórnvöld þurfi að samþykkja hana.

Einar Ásgeirsson er ekki sannfærður um að hægt sé að klára að fjarlægja skipið á sex mánuðum. Þetta sé stórt skip og aðstæður á strandstað erfiðar. Aðalatriðið hljóti þó að vera að menn leggi fram raunhæfar áætlanir um hvernig best sé að vinna verkið og fái til þess þann tíma sem nauðsynlegur er.

Wilson Muuga er 5.700 tonn að stærð, en Víkartindur, sem fórst 1997, var 9.200 tonn. Ekkert hefur verið ákveðið um hver kemur til með að sjá um að fjarlægja Wilson Muuga af strandstað.

Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, sem gerði út Wilson Muuga, segir að ekkert liggi fyrir um hvernig staðið verði að björgun skipsins. Málið sé á byrjunarreit. Hann tekur hins vegar undir að ef rífa eigi skipið í fjörunni þurfi að draga það ofar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert