Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru framsóknarmenn orðnir heldur þreyttir á málinu og vilja að það sé afgreitt sem fyrst enda önnur mál mikilvægari fyrir Framsókn sem bíða afgreiðslu.
Stjórnarandstaðan hefur lagt mikla áherslu á að gildistöku laganna verði breytt þannig að þau taki gildi eftir kosningar. Með því móti gefist nýrri ríkisstjórn færi á að breyta lögunum. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að fallast á þessa kröfu. Ekkert bendir til þess að stjórnarandstaðan láti af málþófi í bráð.