Tveir flokkar – sömu áherslur

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.isTvær fylkingar öryrkja og aldraðra hafa lýst því yfir að þær hyggist bjóða fram í alþingiskosningum í vor. Arndís H. Björnsdóttir, formaður Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, segir „óheppilegt" að framboðin skuli vera tvö. Arnþór Helgason, sem er í undirbúningsnefnd að framboði áhugafólks um málefni aldraðra og öryrkja, segir „varasamt" að stofna til tveggja framboða. Bæði telja þau grundvöll til samstarfs sé litið til baráttumála þeirra.

Arnþór segir mikinn áhuga á framboði eldri borgara. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, LEB, er ekki svo viss. Nýverið hafi verið kannaður áhugi fyrir sérframboði aldraðra hjá formönnum 52 aðildarfélaga LEB. „Það var neikvæð afstaða til sérframboðs," segir Ólafur en formennirnir höfðu m.a. kannað jarðveginn hjá sínum félögum. Ólafur tekur enga afstöðu til framboðanna en bendir á að þau gætu komið eldra fólki illa, fengju þau lítinn stuðning. Það kynni að verða túlkað sem stuðningsleysi við málstað eldri borgara.

„Eftir því sem gremjan er meiri verða framboðin fleiri," segir Reynir Ingibjartsson, formaður Aðstandendafélags aldraðra um málið.

Tvær fylkingar í framboð?

Klofningur? Svo gæti farið að tveir flokkar öryrkja og aldraðra byðu fram til Alþingis í vor. Talsmenn hópanna telja málefnalegan ágreining ekki fyrirstöðu fyrir samstarfi en þeir tilkynntu fyrirhuguð framboð sama dag.
Í hnotskurn
» Arnþór Helgason segir að sér hafi verið neitað um að fá að sitja fund Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja.
» Hann segist ekki hafa vitað af undirbúningi stofnunar samtakanna en hópurinn sem hann fer fyrir tilkynnti framboð sama dag og samtökin voru stofnuð.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert