Tölvufíkill trylltist

Lög­regl­an var kölluð á heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu í gær­kvöldi. Þar hafði ung­ling­ur misst stjórn á sér. Að sögn lög­regl­unn­ar hafði ung­ling­ur­inn setið við tölv­una og spilað á Net­inu klukku­stund­um sam­an án þess að virða nein tak­mörk sem hon­um voru sett.

For­ráðamenn hans gripu til þess ráðs að segja upp netáskrift­inni. Þá missti ung­ling­ur­inn stjórn á sér. Hafði hann skeytt skapi sínu m.a. á veggj­um heim­il­is­ins með því að kýla í gegn­um þá. Svo læsti hann að sér og þurfti að sparka upp hurð til að kom­ast að hon­um.

Að sögn lög­regl­unn­ar er þetta ekki eins­dæmi og hef­ur út­köll­um af þessu tagi fjölgað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert