Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum

Kristín Sigfúsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Jónína Bjartmars og Ingimar Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Jónína Bjartmars og Ingimar Sigurðsson mbl.is/Skapti

Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur til að að unnið verði gegn svifryksmengun með fræðslu og eftir efnahagslegum og skipulagslegum leiðum í stað boða, banna eða strangra viðurlaga. Í því sambandi ber hæst að starfshópurinn telur ekki raunhæft að banna nagladekk, miðað við þær margbreytilegu aðstæður sem við er að glíma í vetrarakstri á Íslandi.

Hins vegar telur starfshópurinn ljóst að takmörkun á notkun nagladekkja með efnahagslegum hvötum sé vænleg leið til að draga úr svifryki - og viðræður eru þegar hafnar við fjármálaráðuneytið um breytingar á gjöldum og negldum og ónegldum dekkjum. Þá hefur umhverfisráðherra hvatt til þess að virðisaukaskattur sem sveitarfélög greiða ríkissjóði vegna reksturs strætisvagna verði felldur niður. Viðræður eru einnig hafnar við samgönguráðuneytið um að sett verði reglugerð sem geri ráð fyrir sótsíum í öll stærra farartæki og vinnuvélar með díselvélar.

Ráðherra skipaði hópinn til að fara yfir stöðu og gera tillögur um aðgerðir til að draga úr rykmengun vegna aukinnar. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á blaðamannafundi á Akureyri í hádeginu. Þar lýsti umhverfisráðherra sérstakri ánægju með þá ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að fella niður fargjöld í strætisvagna um áramót. Starfshópurinn benti einmitt á að ná megi árangri í því að draga úr svifryki með því að efla almenningssamgöngur og að líta bæri til árangurs Akureyringa sem fyrirmyndar á því sviði. Um 60% fleiri hafa nýtt sér þjónustu strætisvagna frá áramótum miðað við sama tíma í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert