Breytt ofbeldismynstur

Lögreglan í Borgarnesi
Lögreglan í Borgarnesi mbl.is/Július
eftir Guðna Einarsson

gudni@mbl.is

HROTTASKAPUR, ofbeldi og hótanir af öllu tagi vekja mörgum ugg. Staðtölur benda ekki til þess að ofbeldisverkum sé að fjölga, fremur að ástandið hafi verið nokkuð áþekkt undanfarin ár. Hins vegar þykir sumum sem ofbeldið verði æ hrottalegra og notkun vopna algengari.

Á vef ríkislögreglustjóra má m.a. finna upplýsingar um fjölda líkamsárása. Árið 2005 voru líkamsárásir, sem ekki voru af gáleysi né leiddu til manndráps, alls 1.259. Meðalfjöldi sambærilegra brota á árunum 2000–2005 var 1.301. Þessar tölur sýna einungis brot sem koma til kasta lögreglu en rannsókn sem gerð var í Reykjavík 2001 benti til þess að líklega væri ekki tilkynnt um nema helming framinna ofbeldisbrota.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert