Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga

Borg­ar­málaráð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem lýst er yfir þung­um áhyggj­um vegna þeirr­ar stöðu sem upp sé kom­in í viðræðum kenn­ara og launa­nefnd­ar sveit­ar­fé­lag­anna. 


Í álykt­un­inni seg­ir, að stutt sé síðan grunn­skóla­börn í Reykja­vík urðu af kennslu í marg­ar vik­ur vegna kjara­deilu kenn­ara og það sé afar brýnt að málsaðilar setji sam­skipti sín i aðdrag­anda næstu samn­inga í upp­byggi­leg­an far­veg sem líkeg­ur er til ár­ang­urs.  

„Skóla­hald í Reykja­vík á mikið und­ir því komið að for­eldr­ar, kenn­ar­ar, launa­nefnd sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­stjórn­ar­fólk um land allt skoði hug sinn til kenn­ara­starfs­ins og framtíðar­sýn­ar grunn­skóla í Reykja­vík. 

Þannig megi ná sátt um viðun­andi laun kenn­ara og vinnu­tíma­fyr­ir­komu­lag, og ekki síður inn­tak og gæði náms," seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert