Vill fá endurgreiddan radarvarann vegna hraðaksturssektar

Radarvari réttætir ekki hraðakstur
Radarvari réttætir ekki hraðakstur mbl.is/Kristinn

Sein­hepp­inn ökumaður sem var tek­inn fyr­ir hraðakst­ur á Kringlu­mýr­ar­braut í gær­kvöldi hyggst krefjast end­ur­greiðslu vegna radar­vara sem ekki virk­ar sem skyldi. Viðkom­andi hef­ur ít­rekað verið staðinn að um­ferðarlaga­brot­um, þ.á.m. hraðakstri og hugðist leysa vand­ann með því að fjár­festa í radar­vara. Hann var tek­inn fá­ein­um klukku­stund­um síðar á 117 kíló­metra hraða.

Í stað þess að hægja á akstr­in­um virðist maður­inn hafa haldið að radar­vari myndi forða hon­um frá frek­ari vand­ræðum, hann fór því í gær og keypti slík­an grip og kom hon­um fyr­ir í bíln­um.

En allt kom fyr­ir ekki og fá­ein­um klukku­tím­um síðar var hann stöðvaður á Kringlu­mýr­ar­braut eins og fyrr sagði. Nú mæld­ist bíll hans á 117 km hraða og fyr­ir vikið fær maður­inn enn eina sekt­ina, upp á 50 þúsund krón­ur í þetta sinn.

Maður­inn átti erfitt með að leyna von­brigðum sín­um þegar lög­reglu­menn stöðvuðu hann við akst­ur­inn en svekk­elsi hans beind­ist þó fyrst og fremst að söluaðila radar­var­ans. Kvaðst maður­inn ætla að fara með radar­var­ann og krefjast end­ur­greiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert