Kjöt af klónuðum í verslanir?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt matvælaöryggisstofnun sambandsins, EFSA, að kanna hvort það sé lagi fyrir fólk að borða kjöt og afurðir einræktaðra (klónaðra) dýra.

Verkefni EFSA verður að "meta hugsanlegar afleiðingar einræktunar á öryggi matvæla, heilbrigði dýra, velferð dýra og umhverfið í Evrópusambandinu". Fær stofnunin hálft ár til að ljúka verkinu, einnig verður gerð rannsókn á siðferðislegum hliðum málsins. Bandarísk stjórnvöld sögðu í desember að hættulaust væri að neyta kjöts og mjólkur einræktaðra dýra og er því talið líklegt að nú styttist í að slíkar vörur verði fáanlegar í verslunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert