Forritað af kappi

Samtals eru 18 lið sem keppa að þessu sinni frá …
Samtals eru 18 lið sem keppa að þessu sinni frá 10 framhaldsskólum landsins í þremur deildum. mbl.is/ÞÖK

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur Forritunarkeppni framhaldsskólanna í dag en keppnin er orðin árlegur viðburður. Í ár er keppnin haldin í 6. skipti og fer hún fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Ofanleiti.

Keppnin gengur út á að þriggja manna lið skráir sig og velur í hvaða deild viðkomandi lið vill keppa í. Deildirnar eru alls þrjár, Alfa, Beta og Delta. Alfa deildin er fyrir þá einstaklinga sem hafa sérstakan áhuga á forritun og eru nokkuð góðir. Beta deildin er fyrir ekki eins langt komna og Delta deildin er fyrir byrjendur. Keppnin sjálf skiptist í 2 hluta, keppni fyrir hádegi í smærri verkefnum og svo eftir hádegi er eitt stórt verkefni. Í lokin verða síðan veitt vegleg verðlaun fyrir flottustu og bestu lausnina.

Samhliða forritunarkeppninni er haldin Lógókeppni. Lógóið sem vinnur verður notað sem hluti af kynningarefni keppninnar skólaárið 2007-2008.

Samtals eru 18 lið sem keppa að þessu sinni frá 10 framhaldsskólum landsins í þessum þremur deildum. 25 logo voru send inn í logokeppnina að þessu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert