Mennirnir tveir, sem létust þegar 10 tonna trilla, Björg Hauks ÍS, fórst í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi, hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson. Þeir voru báðir búsettir á Ísafirði.
Eiríkur var 47 ára gamall. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, eina dóttur og fimm fóstursyni. Unnar Rafn var 32 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus.