Íslandsmót kaffibarþjóna hófst í gær í Hótel og veitingaskólanum í Kópavogi og stendur yfir þar til á morgun. Það er kaffibarþjónafélag íslands sem stendur fyrir keppninni en meðal dómara er núverandi heimsmeistari, Klaus Thomsen, sem kemur frá Estate Coffee í Kaupmannahöfn. Keppnin í dag var að sjálfsögðu hörð, enda hafa íslenskir kaffibarþjónar getið sér gott orð í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár.