Elísabet Alba vínþjónn ársins

Elísabet Alba Valdimarsdóttir.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir.

Elísabet Alba Valdimarsdóttir, vínþjónn á veitingahúsinu Vox, varð um helgina hlutskörpust í keppni í vínfræðum og vínþjónustu á Hótel Reykjavík Centrum, á vegum Vínþjónasamtaka Íslands.

Keppnisgreinar eru, fyrir utan spurningalista sem þarf að skila í undanúrslitum, að umhella vín og bjóða gestum, velja vín með ákveðnum matseðli þar sem tækifærið er einnig tilgreind en í þetta sinn þurfti ap velja vín i 40 ára afmæli sem tvenn hjón héldu í veitingastaðnum Taillevent í París. Þá þurfti að smakka blint 4 vín og loks hella jafnt úr Magnum flösku í 18 glös.

Önnur í keppninni varð Dagný Baldursdóttir, framreiðslunemi á öðru árinu frá Grillinu á Hótel Sögu, og Hróðmar Eydal, frá Hótel Holti, sem útskrifast í ár, varð í þriðja sæti.

Elísabet Alba fer til Rhodos um miðjan maí til að taka þátt í heimsmeistaramóti vínþjóna fyrir hönd Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert