Forsætisráðherra sendi Sarkozy heillaóskaskeyti

Nicolas Sarkozy sigurvegari í frönsku forsetakosningunum fór til Möltu í …
Nicolas Sarkozy sigurvegari í frönsku forsetakosningunum fór til Möltu í stutt frí. Reuters

Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, hefur sent nýkjörnum forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, heillaóskaskeyti. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa sent Sarkozy hamingjuóskir sínar í dag, þar á meðal George W. Bush Bandaríkjaforseti og Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu.

Sarkkozy fór í dag ásamt eiginkonu sinni, Ceciliu til Möltu með einkaþotu til að hvílast í þrjá daga eftir álagið í kringum kosningarnar. Hann mun taka við embætti forseta Frakklands fimmtudaginn 17. maí næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert