Stela íslenskum myndum

Mynd eftir Rebekku Guðleifsdóttur.
Mynd eftir Rebekku Guðleifsdóttur.
Eft­ir Gunn­ar Hrafn Jóns­son gunn­arh@gmail.com

Re­bekka seg­ist fyrst hafa orðið vör við stuld­inn stuttu fyr­ir síðustu ára­mót. „Það var til­vilj­un sem réð því að maður sem ég þekki í Bretlandi rakst á þess­ar mynd­ir til sölu," seg­ir Re­bekka.

Kvartaði til e-bay

Re­bekka, sem er námsmaður og ein­stæð móðir, leitaði til ís­lensks lög­manns en hann taldi sig ekki geta aðstoðað hana við að sækja skaðabæt­ur í Bretlandi. Fyr­ir sitt leyti sagðist talsmaður, stjórn­ar­formaður, rit­ari og hugs­an­leg­ur eig­andi only-dreem­in ekki vilja láta hafa neitt eft­ir sér í Morg­un­blaðinu (þrátt fyr­ir langt sam­tal við blaðamann) án þess að fá að rit­skoða text­ann. Talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins lét þó sömu orð falla í tölvu­bréfi til al­menns viðskipta­vin­ar sem birt­ur hef­ur verið op­in­ber­lega á Net­inu.

„Takk fyr­ir að hóta okk­ur ekki dauða, eins og aðrir hafa gert," seg­ir for­svarsmaður­inn í upp­hafs­orðum tölvu­bréfs­ins. Hann seg­ist síðan hafa keypt mynd­irn­ar lög­lega, á þrjú þúsund pund, af fyr­ir­tæki sem nefn­ist „Wild Asp­ects and Panoramics LTD". Talsmaður only-dreem­in.com held­ur því enn­frem­ur fram að lög­fræðing­ar hafi ráðlagt hon­um að hætta öll­um sam­skipt­um við Re­bekku og lög­fræðing henn­ar. Að lok­um seg­ir í tölvu­bréf­inu: „Þar sem Re­bekka hef­ur op­in­berað þetta mál get­um við núna út­skýrt mála­vexti og að sjálf­sögðu beðist af­sök­un­ar."

Að sögn Re­bekku eru þess­ar út­skýr­ing­ar ófull­nægj­andi. „Þeir hafa frá upp­hafi hamrað á þess­ari tölu, þrjú þúsund pund­um. Samt var ekki hægt að fá nein nöfn upp úr þeim til að byrja með. Eft­ir að fólk fór að taka eft­ir þessu á Net­inu hef ég hins veg­ar loks fengið upp­gefið heiti á fyr­ir­tæki sem virðist ekki vera til. Að minnsta kosti er ekki hægt að finna það á Google."

Re­bekka sagðist ekki telja það vera í sín­um verka­hring að finna ein­hvern þriðja aðila sem seldi mynd­irn­ar. „Þess­ir menn vita að þeir seldu mynd­ir ólög­lega fyr­ir háar upp­hæðir og þeir eiga ein­fald­lega að bæta mér það. Þeir geta síðan lög­sótt þenn­an þriðja aðila, ef hann er yfir höfuð til."

Re­bekka seg­ir að sá stuðning­ur sem hún hef­ur fengið á Net­inu hafi komið sér á óvart en jafn­framt verið ómet­an­leg­ur.

Flickr.com

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert