Hreinsitækni og Holræsahreinsun sameinast

Hreinsitækni hefur eignast allt hlutafé í Holræsahreinsun og verða félögin sameinuð undir nafni Hreinsitækni ehf. Í tilkynningu segir, að mikil samlegðaráhrif náist við sameiningu félaganna tveggja. Höfuðstöðvar, viðhaldsþjónusta og skrifstofur hafa þegar verið sameinaðar og eru til húsa að Stórhöfða 37 í Reykjavík.

Hreinsitækni hefur starfað í rúm þrjátíu ár og Holræsahreinsun í rúm tuttugu og fimm ár. Bæði félögin hafa verið leiðandi á sínu sviði. Í tilkynningunni segir, að sameinað félag sérhæfi sig meðal annars í myndun og hreinsun lagna og niðurfalla, stíflulosunum, hreinsun rotþróa, þrifum og þvotti á stéttum, bílastæðum, götum, hreinsun eftir olíuslys ofl. Félagið sinni nú á fjórða tug sveitarfélaga í öllum landshlutum.

Fram til þessa hefur Hreinsitækni verið í eigu einstaklinga, en nýlega gekk Hildingur, dótturfélag KEAm frá kaupum á fjórðungshlut í félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert