Á hjóli með líkkistu í eftirdragi

Bern­h­ard Bechter, aust­ur­rísk­ur hvala­vin­ur er nú að hjóla um­hverf­is Ísland með lík­kistu í eft­ir­dragi und­ir kjör­orðinu: Mynda­vél­ar í stað skuta. Seg­ir maður­inn vilja með þessu vekja at­hygli á því að hvala­skoðun sé mun heppi­legri leið en hval­veiðar til að nýta hvali.

Frétta­vef­ur Ice­land Rewiev vís­ar í til­kynn­ingu frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um Whale and Dolp­hin Conservati­on Society, sem styðja aðgerðir Bechters, en þar kem­ur fram að Bechter hafi lagt af stað frá Húsa­vík 11. maí og ætli að ljúka ferðinni 31. maí, sama dag og árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í Anchorage lýk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert