Dansinn dunar á Ingólfstorgi

Dansað á Ingólfstorgi í gærkvöldi.
Dansað á Ingólfstorgi í gærkvöldi. mbl.is/ÞÖK

Bandaríkjamaðurinn og dansarinn Matthew Harding naut liðsinnis fótafrárra Íslendinga við upptökur á sérhönnuðum dansi á Ingólfstorgi í gær.

Harding hefur nú ferðast til allra heimsálfanna með það að markmiði að taka upp á myndband dansinn góða á hverjum stað fyrir sig.

Afraksturinn klippir hann svo saman og sýnir á heimasíðu sinni, en í samtali við Morgunblaðið í gær greindi Harding frá því að rúmlega 10 milljónir manna hefðu skoðað ferðasögur síðustu tveggja ára.

Íslandsferðin markar upphaf Evrópuferðar Hardings sem ætlar í ferðinni að fá heimamenn á hverjum stað til að dansa með sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert