Bankaráð Seðlabankans ákvað á fimmtudag að hækka laun seðlabankastjóra um 200 þúsund krónur á mánuði. Launin hækka strax um 100 þúsund krónur og aftur um 100 þúsund í árslok. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
Þar segir að eftir hækkunina verða föst mánaðarlaun seðlabankastjóranna um 1400 þúsund krónur.
Auk þess kemur fram að launahækkunin hafi verið samþykkt að tillögu Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs.