Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/RAX

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, held­ur í dag af stað til Gana þar sem hún mun sækja leiðtoga­fund Afr­ík­u­sam­bands­ins sem hófst 25. júní og lýk­ur 3. júlí.

Dag­ana 28.–29. júní sitja ut­an­rík­is­ráðherr­ar Afr­íku sinn ell­efta fram­kvæmdaráðsfund. Ut­an­rík­is­ráðherra mun þá daga eiga tví­hliða fundi með ut­an­rík­is­ráðherr­um Afr­íku­ríkja.

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir, að mark­mið ferðar­inn­ar sé ann­ars veg­ar að ræða í ná­lægð af­stöðu til þró­un­ar­sam­vinnu og mál­efna Afr­íku, en ís­lensk stjórn­völd leggi nú stór­aukna áherslu á þró­un­ar­mál, og hins veg­ar að ræða mál­efni Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna en starfs­tími ráðsins fer að miklu leyti í að fjalla um mál­efni Afr­íku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert