Sílamávurinn lætur sig hverfa

Mávurinn hefur verið umdeildur mjög meðal höfuðborgarbúa í sumar, en nú ber svo við að hann er nánast alveg horfinn þaðan sem helst hefur verið kvartað yfir honum. Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Reykjaness, hefur fylgst með mávunum og segir hann þessa hegðun heldur óvænta.

"Núna, eins og fingri sé smellt, hefur þessum mávum sem hafa verið í kringum Reykjavíkurtjörn og eins lækinn í Hafnarfirði fækkað alveg verulega," segir Gunnar. Nú þurfi því að kanna hvað valdi þessari skyndilegu breytingu. "Það bendir margt til þess að einhvers staðar hafi fundist fæða og þeir hafi þá allir hópast þangað, en við höfum ekki áttað okkur á því ennþá hvar það er."

Önnur möguleg skýring að mati Gunnars gæti verið sú að mávarnir hafi einfaldlega gefist upp á langdvölum þar sem litla fæðu sé að fá, og því yfirgefið landið. Sílamávurinn er eini mávurinn sem er algjör farfugl og dvelur hann við strendur Pýreneaskaga og NV-Afríku á veturna.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka