Klámsíða vísar á Barnaland

Erlend klámsíða sem birtir einkum myndir af ungum drengjum hefur vísað notendum sínum á myndir sem vistaðar eru á vefnum barnaland.is.

Varað var við þessari síðu á spjallsvæði Barnalands og foreldrar og aðrir umsjónarmenn heimasíðna barna hvattir til að læsa myndasíðum sínum. Erlenda síðan er í gestabókarformi og geta lesendur hennar sett inn færslur þar sem þeir vísa í myndir af ungum drengjum, sem helst eru á aldrinum 2-9 ára, eins og fram kemur á síðunni.

Vísað hafði verið í myndir á fjórtán mismunandi barnasíðum og var vísað á sumar síður oftar en einu sinni. Í gærkvöldi var búið að læsa albúmum allra síðnanna.

Fólk læsi myndasíðunum

Ingi Gauti Ragnarsson, einn ábyrgðarmanna Barnalands, segir að notendur síðunnar hafi alltaf verið hvattir til þess að læsa annaðhvort síðum barna sinna eða bara myndaalbúmunum, en þeir möguleikar hafi alltaf verið til staðar. "Þegar myndir eru settar inn á vef eru þær opnar öllum þannig að það er því miður alltaf hætta á að þetta gerist."
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert