Áfram lýst eftir tveimur þýskum ferðalöngum

Thomas Grundt
Thomas Grundt

Lögregla biður þá sem hafa orðið varir við tvo Þjóðverja, Matthias Hinz og Thomas Grundt, að hafa sambandi. Mennirnir hafa verið staddir í nágrenni Vatnajökuls, en skiluðu sér ekki til Þýskalands með áætluðu flugi þann 17. ágúst sl.

Samkvæmt ferðaáætlun er þeir höfðu ritað fyrir ferð sína til Íslands þá var ætlun þeirra að ferðast frá Reykjavík 29. eða 30. júlí s.l. að fjallasvæði við Vatnajökul, þ.e. að Langasjó, Skaftafelli, Lónsöræfum eða að svæði norðaustan Jökulsins. Hugðust þeir ljúka þeirri ferð 12.ágúst. Þegar þeir komu ekki til Þýskalands með áætluðu flugi þann 17. ágúst hófst eftirgrennslan.

Matthias er 29 ára, 174 – 175 cm á hæð, fremur grannvaxinn en þó sterklega byggður, skolhærður, að líkindum krúnurakaður með há kollvik. Líklegur klæðnaður er appelsínugulur jakki með dumbrauðum öxlum, svartar og gráar buxur.

Thomas er 24 ára, 185-188 cm á hæð, mjög grannvaxinn, allt að horaður. Ljósskolhærður og gengur með gleraugu. Líklegur klæðnaður er blárauður eða skærgrænn jakki og svartar buxur.

Þeir sem hafa verið staddir í nágrenni Vatnajökuls á þessu tímabili og hafa orðið varir við þá Matthias og Thomas eru beðnir að hafa samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins í síma 444 1000

Matthias Hinz
Matthias Hinz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert