Umferðartafir á Reykjanesbraut

Horft yfir Reykjanesbraut til suðvesturs.
Horft yfir Reykjanesbraut til suðvesturs.

Miklar umferðartafir eru í Kópavogi við Reykjanesbraut. Framkvæmdir standa yfir í dag frá Breiðholtsbraut að Vífilsstaðarvegi þegar ekið er til suðurs, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þá standa einnig yfir framkvæmdir við undirgöng við Hnoðraholtbraut í Garðabæ, undir Reykjanesbraut, og verða þau lokuð næstu daga. Lögregla fylgist með umferð um framkvæmdasvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert