Samkeppniseftirlitið sektar Brunavarnir Suðurnesja

Sa­mkeppniseftir­litið hef­ur sektað Brunava­rnir Suðurnesja um 600 þúsund kr­ónur fy­r­ir brot gegn ákvörðunum sa­mkeppnis­y­f­i­rva­lda í teng­slum við sa­mninga, sem gerðir voru við Öry­gg­is­miðstöð Íslands og Sec­u­ritas um út­kallsþjónustu.

Sa­mkeppniseftir­litið vís­ar til þess að árið 1994 tók sa­mkeppnis­ráð ákvörðun um fjárha­gsleg­an aðski­lnað í rekstri Brunava­rna Suðurnesja milli þess hluta rekstrarins, sem nyti einkaley­fis eða verndar og sa­mkeppnis­rekst­u­rs. Á árinu 2004 hafi Brunava­rnir Suðurnesja brey­tt rekstri sínum og samið við tvö fy­ri­rt­æki, Öry­gg­is­miðstöð Íslands og Sec­u­ritas, um að sinna út­kallsþjónustu. Sa­mhliða þessu hafi Brunava­rnir Suðurnesja afl­agt hinn fjárha­gslega aðski­lnað, sem kveðið var á um í ákvörðun sa­mkeppnis­ráðs og þannig brotið gegn ákvörðuninni.

Þá telur Sa­mkeppniseftir­litið, að brot Brunava­rna teljist einnig vera til þess fallið að raska sa­mkeppni á markaði fy­r­ir út­kalls- og vaktþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert